Kristur, saga hugmyndar

mánudagur, 17. september 2018 18:15-19:30, Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38 105 Reykjavík

Fundur í  Rótarýklúbbi Rvk-Breiðholt verður haldinn mánudaginn 17. september á Grand hótel Reykjavík kl. 18.15.Fyrirlesari kvöldsins er Sverrir Jakobsson prófessor. Hann fjallar um bók sína: Kristur – saga hugmyndar.Saga Jesú er mikilvægur hluti af menningu kristinna manna og hefur verið það í tæplega 2000 ár. Hvernig er hægt að segja þessa fornu sögu með nýjum hætti í upphafi 21. aldar? Er hægt að fjalla um sögu kristni á öðrum forsendum en trúarlegum? Hvernig getur sagnfræðingur nálgast á hlutlausan hátt persónu sem margir líta á sem guð og hefur mótað líf flestra sem kennivald og fyrirmynd?