Haustferð

laugardagur, 14. september 2019 11:00-18:00, Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38 105 Reykjavík

Það styttist í haustferðina okkar en hún verður farin, eins og áður hefur komið fram, laugardaginn 14. september nk. Ferðanefndin hefur skipulagt skemmtilega dagsferð til Suðurnesja. Ég hvet ykkur öll til að mæta og taka með ykkur gesti. Vinsamlega sendið inn skráningu til Sigurðar Bjarnasonar á netfangið sigurdur.bjarnason@simnet.is sem fyrst því panta þarf rútu o.fl.