Fyrsti fundur haustsins: Klúbbfundur

mánudagur, 6. september 2021 18:15-19:30, Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38 105 Reykjavík
Fyrsti fundur haustsins verður í umsjá stjórnar en efnt er til klúbbfundar þar sem nefndir hittast og leggja höfuð í bleyti um áhugaverða fyrirlestra. Þá verður einnig skoðað hvaða verkefni klúbburinn vill styrkja í vetur og hvernig við getum fengið nýja félaga til liðs við okkur. 

Stjórnin ætlar að byrja skrá fyrirfram hverjir koma á fundi og mun annar póstur verða sendur skömmu fyrir fundinn þar sem fundarmenn eru beðnir um að merkja hvort þeim mæti á fund.

Örn Gylfason verður með 3 mínútna erindi.