Haustferð með styttum bæjarins

laugardagur, 18. september 2021 13:00-15:00, Austurvöllur
Ferðanefndin ákvað að tengja haustferðina að þessu sinni við gönguferðina "Styttur bæjarins sem allir nenna að horfa á" með félaga okkar Aðalsteini Ingólfssyni sem þurfti að fresta um daginn.  
Farið verður laugardaginn 18. september  kl. 13.00 frá styttu Jóns Sigurðssonar við Austurvöll.  Gangan er ca 1,5- 2 klst. Og mun enda með heimsókn á veitingastaðnum Jómfrúnni  um kl. 15 þar sem hver og einn getur þá pantað sér léttan málsverð og vínglas eða Jagemeister eða Tuborg.  
 
Vegna haustferðarinnar fellur hefðbundinn fundur niður mánudaginn 20. september. 
Makar velkomnir með í ferðina en félagar þurfa að skrá sig til að hægt sé að láta veitingastaðinn vita hve stór hópurinn er.
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 12.00 næsta miðvikudag - Skráning í göngu hér