Heimsókn í Hús sjávarklasans, Grandagarði 16, 2. hæð, mánudaginn 27. september kl. 18.00 - gengið inn um aðalinngang.
Hús sjávarklasans er samfélag yfir 70 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Heimsóknin mun byrja á almennri kynningu um Sjávarklasann og starfsemi hans. Svo munum við skoða vöruborðið þeirra og fræðast um allar þær vörur sem styðja við 100% nýtingu fisks og hafa orðið til í Sjávarklasanum og við frædd um á hverju Sjávarklasinn hefur áorkað fyrir nýsköpun hérlendis.
Styrkur til sendiherraverkefnis í Breiðholti
Þátttakendur heimsóknar eru beðnir um að millifæra sem nemur einum kvöldverði, kr. 3.200,- fyrir heimsóknina inn á reikning klúbbsins en stjórn hefur ákveðið að sú upphæð sem innheimtist renni til Sendiherraverkefnisins sem rekið er í Breiðholti. Markmið verkefnisins er að skapa vettvang fyrir samstarf við íbúa af erlendum uppruna og tryggja að þeir geti komið skoðunum og hugmyndum á framfæri. Nú þegar hafa tíu fulltrúar stærstu menningar- og tungumálahópanna tekið að sér hlutverk sendiherra og vonandi sjá félagar sér fært, hvort sem þeir mæta í heimsókn í Hús sjávarklasans eða ekki, að styrkja verkefnið.
Vinsamlegast greiðið inn á reikning: 0115-26-011874, kt. 590184-1369