Samningur við Office 365

þriðjudagur, 10. júní 2025

Jón Karl Ólafsson

Rótarýumdæmið hefur samið við Office 365 um allt að 300 netföng fyrir rotary.is.  Hugmyndin er, að hver klúbbur hafi a.m.k. eitt netfang fyrir samskipti, á slóðina rotary.is.  Með þessu fylgir netaðgangur að öllum helstu kerfum Office - eins og Word, Excel, PowerPoint, OneDrive og fleiri slíkum kerfum.  Þetta ætti að einfalda klúbbum að halda utan um skjöl og önnur gögn til viðbótar við það sem geymt er í Pólariskerfinu góða.

Á næstu vikum mun vefnefnd Rótarý vinna með stjórnendum klúbba við að setja þessa aðganga af stað og aðstoða klúbba við vinnuna.  Það er mjög mikilvægt að vefstjórar klúbba komi að þessari vinnu með öðrum stjórnendum klúbbanna. 

Markmið með þessum breytingum er að einfalda færslu upplýsinga á milli stjórna, bæði með því að vera með samræmt netfang, en ekki síður helstu kerfi Office til að vinna með.  OneDrive ætti að nýtast vel til geymslu mynda, kynningna og annars efnis, sem ekki er geymt í Pólaris.


Office 365 í boði fyrir alla klúbba