Verðlaun fyrir góðan námsárangur við útskrift FB

mánudagur, 20. desember 2021

Eyrún Ingadóttir

RSíðastliðinn föstudag fékk Eyþór Björnsson nýstúdent af náttúruvísindabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti 50.000 króna verðlaun Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholts fyrir góðan námsárangur í skólanum og að hafa vaxið mikið á námstímanum.

Síðastliðinn föstudag, 18. desember 2021, fékk Eyþór Björnsson nýstúdent af náttúruvísindabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti 50.000 króna verðlaun Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholts fyrir góðan námsárangur í skólanum og að hafa vaxið mikið á námstímanum. Við óskur Eyþóri innilega til hamingju með verðlaunin, stúdentsprófið og lífið framundan.

Rótarýklúbburinn Rvk-Breiðholt veitir útskriftarnemanda FB verðlaun