Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur

miðvikudagur, 1. júní 2022

Eyrún Ingadóttir

Haustið 2022 stendur Rótarýklúbburinn fyrir sjálfsstyrkingarnámskeiði fyrir 25-30 stúlkur í 7. bekk grunnskólanna í Breiðholti.

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt býður fimm stúlkum í 7. bekk úr hverjum skóla í Breiðholti upp á sjálfstyrkingarnámskeið miðvikudagana 2. og 9. nóvember.

Á námskeiðinu er leitast við að kenna þátttakendum þrennt:

1. Að þekkja hugtakið sjálfsmynd.

2. Að þekkja eigin sjálfsmynd.

3. Að þekkja leiðir til þess að fyrirbyggja að sjálfsmyndin þróist í neikvæða átt.

Kristín Tómasdóttir kennir námskeiðið og byggir það á sjálfstyrkingarbókum sem hún hefur skrifað fyrir stelpur á öllum aldri. Staðsetning: Fellaskóli

Skólarnir fimm í Breiðholti velja þátttakendurna en klúbburinn nýtur einnig styrks frá umdæminu til verkefnisins.

Haustið 2022 stendur Rótarýklúbburinn Rvk-Breiðholt fyrir sjálfsstyrkingarnámskeiði fyrir 25 stúlkur í Breiðholti.