Jóganámskeið fyrir börn á flótta

föstudagur, 9. júní 2023

Eyrún Ingadóttir

Í maí sl. lauk jóganámskeiði fyrir börn og foreldra á flótta sem Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt hefur staðið fyrir ásamt fleirum nú á vormánuðum.

Tilgangurinn var að aðstoða börn sem hafa verið á flótta, og þannig rifin upp með rótum úr umhverfi sínu, og gefa þeim verkfæri til að öðlast innri ró.

Rótarýklúbburinn greiddi fyrir kennslu á tveimur jóganámskeiðum fyrir börn á flótta; annars vegar jóganámskeið fyrir 24 börn á aldrinum 6-10 ára sem haldið var í Gerðubergi í mars/apríl og hins vegar samfélagsjóga fyrir flóttafólk, foreldra og börn. Námskeiðin voru haldin í samstarfi við alþjóðateymi Reykjavíkurborgar ásamt Vitatorgi, sem er samfélagshús á vegum Reykjavíkurborgar og Rauða krossins. Kennari námskeiðanna var Marína Ermina með aðstoð Juan Camilo Roman Estrada.

Þess ber að geta að þátttakendur voru mjög ánægðir með námskeiðið en það er mikilvægt fyrir börn að aðlagast sem fyrst nýju umhverfi og fyrir alla að upplifa sig sem hluta af samfélagi. Verkefnið var bara snilld.

Í maí sl. lauk jóganámskeiði fyrir börn og foreldra á flótta