Þann 22. Nóvember mun Gunnar Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands vera með erindið "Verkefni dagsins: COVID-19 út um allt, þúsund nemendur í sárafátækt og allir skólar lokaðir". Fundurinn er fjarfundur og hefst kl. 17:00.
Gunnar lærði tölfræði og starfaði við fiskveiðiráðgjöf á Hafrannsóknastofnun á síðustu öld, en hefur undanfarna tvo áratugi kennt og stundað rannsóknir við Háskóla Íslands, mest á tölvustuddri kennslu. Afrakstur þeirra rannsókna hefur leitt til aðferða sem eru nú notaðar í ýmsum fátækrahverfum í Kenýa eins og hann mun lýsa í erindi sínu.
Grímur Valdimarsson mun kynna Gunnar.