Mánudaginn 13. desember er komið að hinum árlega jólahátíðarkvöldverði fyrir félaga klúbbsins og maka. Að þessu sinni verður viðburðurinn í Ingólfsskála sem er í víkingastíl og stendur við rætur Ingólfsfjalls. Boðið verður upp á síld og graflax í forrétt, tvenns konar kjötrétti í aðalrétt og ris a la mande í eftirrétt.
Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Breiðholtskirkju og byrjað á því að skreppa á bókalager Bjarna Harðarsonar fornbókasala, rithöfundar og Njálusérfræðings með meiru sem fræðir okkur um eitthvað óskaplega skemmtilegt.
Vegna covid þá höfum við pantað rútu í stærri kantinum og eins verður skammtað á diska svo minni líkur verði á smiti. Því er þó beint til ykkar sem eruð "út og suður" að fara í hraðpróf fyrir viðburðinn.
Ef heppnin er með okkur verður boðið upp á stjörnubjartan himin og norðurljós á heimleiðinni en reikna má með að vera komin til baka kl. 22.00
Vinsamlegast skráið ykkur sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir næsta þriðjudag, 7. desember.
Skráning hér