Fyrsti fundur ársins verður haldinn á TEAMS mánudaginn 10. janúar kl. 17:20.
Gestur að þessu sinni verður Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og mun hún fjalla um falsfréttir sem dreifast um heiminn, grafa undan trausti almennings til stjórnvalda og ógna lýðræði. Eyrún Ingadóttir mun kynna Elfu.
Friðrik Alexandersson verður með 3 mín erindi.
Missið ekki að áhugaverðum fundi en opnað verður fyrir hann kl. 17:00 svo við getum spjallað áður en erindi Elfu hefst. Þótt ekkert hafi verið ákveðið um framhaldið er ekki ólíklegt að næstu fundir verði á TEAMS svo ég mæli með því að þeir sem ekki hafa sótt fjarfundi hingað til prufi að tengjast.