Á næsta fundi Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholt, sem verður á TEAMS, mun Anna Margrét Kornelíusdóttir hjá Íslenskri Nýorku fjalla um orkuskipti og það sem er framundan. Til umræðu verður aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, nýleg skýrsla um sviðsmyndir um orkuskipti á hafi (DNV og Samorka), fjármögnun í gegnum Orkusjóð, orkuskipti í höfnum og haftengdri starfsemi, uppbygging hleðsluinnviða fyrir rafbíla og bílaleigubíla, orkuskipti þungaflutninga og svo mætti lengi telja. Fundurinn er á vegum skipulags- og laganefndar og mun Arnór Sighvatsson kynna Önnu Margréti.
Fundurinn hefst kl. 17:15 en opnað verður fyrir TEAMS kl. 17:00 svo félagar geti rætt saman á léttum nótum.
Gísli Vigfússon verður með 3 mín erindi.
Á síðasta fundi stjórnar var rætt um að spyrja félaga hvort þeir séu sáttir við að greiða fyrir fundi á TEAMS, og láta afraksturinn ganga til ákveðinna verkefna eins og við gerðum fyrir jól. Þannig styrktum við Blóðbankabílinn um kr. 120.000,- og til stóð að styrkja sendiherraverkefnið í Breiðholti einnig þótt enn hafi ekki orðið af því. Það væri gaman að ræða þetta aðeins á næsta fundi.
Hér fyrir neðan er tengill á fundinn:
Join on your computer or mobile app
Click here to join the meeting