Sæll Grímur
Hér fylgir heiti fyrirlestrar og upplýsingar um fyrirlesara og ræðuefni.
Titill: Lífríki, loftslagsbreytingar og leiðtogar á Suðurskautslandinu
Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna fór nýverið til Suðurskautslandsins á vegum alþjóðlegs leiðtogaprógrams fyrir vísindakonur. Hún mun fjalla um náttúru Suðurskautslandsins, áhrif loftlagsbreytinga á heimsálfuna og þann lærdóm sem draga má af því sem fyrir augu bar.
Þessi kaldasta, vindasamasta og þurrasta heimsálfa jarðar er heillandi heimur, sem hefur yfir sér ævintýrablæ landkönnuða og ofurhuga, en ekkert bendir til að þar hafi nokkru sinni verið varanleg byggð. Þrátt fyrir fjarlægð frá iðnvæddum heimi, eru þar greinileg ummerki um loftslagsbreytingar.
Kær kveðja, Gunnar
Eyrún kynnir fyrirlesarann. Þriggja mínútna erindi flytur Valgeir Ástráðsson