Strandverðir Íslands

mánudagur, 7. febrúar 2022 18:15-19:30, Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38 105 Reykjavík
Mánudaginn 7. febrúar er komið að því að við hittumst í raunheimum. Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli og hefst 18:15 en gaman væri að sjá sem flesta kl. 18:00 til að eiga stund fyrir fund. Við munum þó gæta að sóttvörnum og hafa bil á milli okkar í salnum á meðan við borðum og hlustum á erindið.
 
Þórarinn Ívarsson, sem stofnaði félagið Veraldarvini fyrir 20 árum, verður með erindið "Strandverðir Íslands" en hann og félagar hafa unnið að plasthreinsun fjara við strendur landsins í áratugi.
 
Fundurinn er í umsjá Rótarýfræðslunefndar og mun Sigurður Bjarnason kynna Þórarin.
 
Gunnar S. Óskarsson verður með 3 mín erindi. 

Skráning á fund