Mánudaginn 21. mars mun Rótarýklúbburinn Rvík-Breiðholt fara í heimsókn í Elliðaárstöð Orkuveitu Reykjavíkur.
Elliðaárstöð nýr áfangastaður í Elliðaárdal á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Húsaþyrpingin í gömlu torfunni við Rafstöðvarveg fær nýtt hlutverk þar sem skólahópar, fjölskyldur, útivistarfólk og aðrir geta kynnt sér vísindin og tæknina á bak við veitukerfin sem byltu lífsgæðum í Reykjavík – eða bara sullað og prílað og fengið sér kaffi og kruðerí.
Birna Bragadóttir forstöðukona Elliðaárstöðvar mun taka á móti félögum og segja frá uppbyggingunni sem þar á sér stað.
Boðið verður upp á samlokur og kakó, en gott er að klæða sig eftir veðri ef við skyldum ganga aðeins um svæðið.
Mæting við Elliðaárstöð (gömlu rafstöðina) kl. 18.00
Skráning hér: https://eyr-n-ingad-ttir.involve.me/ellidaarstod