Trausti Valsson fjallar um skipulagsmál

mánudagur, 4. apríl 2022 18:15-19:30, Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38 105 Reykjavík

Síðasti fundur fyrir páskaleyfi verður haldinn mánudaginn 4. apríl á Grand hóteli.

Trausti Valsson skipulagsfræðingur mun fjalla um skipulagsmál í víðu samhengi. Helstu þemu í störfum Trausta eru þróun skipulags í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, Íslandsskipulag og byggðamál, sem og breytingar á þróun byggðar í heiminum með hnattrænni hlýnun. 

Fundurinn er á vegum Rótarýfræðslunefndar og mun Sigurður Bjarnason mun kynna Trausta.

Ingvar Pálsson mun halda 3 mín erindi.

Fundurinn hefst kl. 18:15 með kvöldverði eins og venjulega en gaman væri að sjá félaga um kl. 18:00. - Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 10:00 á mánudagsmorguninn svo að hægt verði að láta Grand hótel vita af fjöldanum. 

Skráning hér: https://eyr-n-ingad-ttir.involve.me/4april